Gagnabjörgun af snjallsímum og spjaldtölvum
Við getum bjargað gögnum af öllum gerðum af snjallsímum og spjaldtölvum.
Við styðjum öll helstu framleiðendamerki
Hvað getum við gert?
- Björgun eyddra gagna af snjallsímum og spjaldtölvum
- Gagnabjörgun eftir vatnstjón
- Gagnabjörgun af brotnum og dauðum símum
- Gagnabjörgun eftir hugbúnaðarvillur
- Gagnabjörgun af læstum símum
Afhverju er gagnabjörgun af snjallsímum svona flókin?
Að bjarga gögnum af snjallsímum er í raun ein flóknasta tegund gagnabjörgunarverkefna sem við hjá Datatech fáum á borðið til okkar.
Til dæmis ef síminn hefur lent í vatni eða slysi og er algjörlega óvirkur þá þarf að fara yfir hvern einasta hlut á móðurborðinu og finna nákvæmlega hvað er bilað og laga símann að því marki að við getum ræst hann og lesið gögnin af honum.
Oftast dugar ekki að fjarlægja aðeins flash minnið og lesa af því þar sem flestir nýir snjallsímar dulkóða gögnin með file-encryption. Þá verður að lesa gögnin í gegnum símann sjálfan þar sem file encryption lykill er geymdur í dulkóðunarvél símans.
Snjallsímar innihalda marga flókna íhluti sem þurfa allir að virka saman:
Til samanburðar eru t.d. SSD diskar bara CPU og flash minniskubbar.
Datatech er eina fyrirtækið á Íslandi sem sérhæfir sig í gagnabjörgun og hefur verið starfandi í faginu í yfir 13 ár og býr yfir sérhæfðum tæknibúnaði og þekkingu til að klára málin á Íslandi.
Epli, Advania og Opin kerfi vísa viðskiptavinum sínum til okkar þegar þarf að bjarga dýrmætum gögnum.
Fyrstu aðgerðir skipta öllu máli
Sérfræðingar okkar hafa yfir 20 ára starfsreynslu í úrlausn flókinna gagnabjörgunarverkefna. Mikilvægt er að velja trausta aðila með þekkingu og raunverulega reynslu í faginu til þess að endurheimta gögnin þín þar sem fyrstu aðgerðir skipta öllu máli.
Hætta er á 100% gagnatapi ef óreyndir aðilar reyna að bjarga gögnunum - við höfum séð mörg dæmi um það.
Tapaðir þú gögnum af snjallsímanum?
Stofnaðu þjónustubeiðni og komdu búnaðinum til okkar, þó þér hafi verið sagt annarstaðar að ekkert væri hægt að gera til að bjarga gögnunum þínum. Við erum sérfræðingar í gagnabjörgun og búum yfir sérþekkingu í faginu og notum sérhæfðan gagnabjörgunarbúnað frá Acelab, DeepSpar og HddSurgery til að tryggja hámarks árangur.