Fyrsta skrefið er að stofna þjónustubeiðni
Fylltu út formið hér fyrir neðan og veldu svo hvernig þú kemur búnaðinum til okkar . Við byrjum á að bilanagreina búnaðinn og sendum þér svo tilboð í gagnabjörgun. Ef um neyðartilfelli er að ræða, veldu þá neyðarþjónustu til að komast fremst í röðina
Upplýsingar
Þú getur haft samband við okkur á eftirfarandi hátt. Við svörum öllum fyrirspurnum eins fljótt og auðið er.
Sendu okkur þjónustubeiðni
Móttaka verkefna í Reykjavík fer fram hjá Pixlar, ljósmynda og prentþjónustu.
Suðurlandsbraut 54, 108 Reykjavík (sjá kortið hér að neðan)
Algengar spurningar
Hvað kostar bilanagreining?
Bilanagreining er ókeypis ef tilboð í gagnabjörgun er samþykkt, ef tilboð er ekki samþykkt rukkum við fyrir tíma sem fór í bilanagreiningu, yfirleitt 0,5 - 1 klst.
Hvað ef ekki tekst að bjarga gögnunum mínum?
Ef svo ólíklega fer að okkur tekst ekki að bjarga gögnunum þínum, þá er veittur 70% afsláttur af gjaldi fyrir gagnabjörgunina. Þannig að þú greiðir aðeins fyrir bilanagreininguna og kostnað við varahluti ef þörf krefur.
Get ég sent búnaðinn til ykkar?
Já, þú getur sent búnaðinn til okkar í pósti. Hafðu samband ef þig vantar aðstoð við það.
Hversu langan tíma tekur?
Bilanagreining tekur yfirleitt 1-5 virka daga og fer eftir verkefnastöðu og forgangi sem þú velur. Tími við gagnabjörgunina sjálfa fer eftir alvarleika bilunar, gagnamagni, leshraða og aðgengi að varalhutum sem mögulega þarf að útvega.