Gagnabjörgun af SSD/Flash diskum

Við björgum gögnum af SSD / Flash / NAND (Solid State Drive) diskum. Við búum yfir sérhæfðum búnaði til þess að afrita gögn beint af Nand/Flash kubbunum sem liggja á PCB plötum SSD diska.

Við björgum gögnum af öllum gerðum SSD diska

SATA SSD diskar
NVMe SSD diskar
M.2 SSD diskar
PCIe SSD diskar
Innbyggðir (onboard) SSD diskar
Macbook SSD diskar
USB SSD diskar

SSD gagnabjörgun er mjög flókin og í raun mun erfiðara að eiga við SSD diska heldur en hefðbunda harða diska. Flestir SSD diskar eru með innbyggða dulkóðun (e. onboard encryption) sem gerir gagnabjörgun erfiðari. Ef ekki tekst að ná dulkóðunarlykli af CPU disksins þá er ekki hægt að bjarga gögnunum.

Eyddir þú óvart gögnum af SSD disk?

SSD diskar eru erfiðari þegar kemur að því að endurheimta eydd gögn vegna svokallaðrar TRIM virkni eða “Garbage collection”.

Ef þú vilt hámarka líkur á endurheimt eyddra gagna af tölvu með SSD eða NVMe disk, þá er öruggast að taka tölvuna strax úr sambandi við rafmagn, ekki slökkva. Bara kippa henni úr sambandi og því fyrr því betra. Alls ekki taka diskinn og reyna lesa með annari tölvu, þá eyðast gögnin varanlega.

Fyrstu aðgerðir skipta öllu máli!

Mikilvægt er að þú vitir hvað þú ert að gera þegar kemur að gagnabjörgun af SSD diskum og því mikilvægt að leita til fagaðila heldur en að leita til venjulegra tölvuverkstæða þar sem fyrstu aðgerðir skipta öllu máli og mikilvægt er að tæknimaðurinn viti nákvæmlega hvað hann er að gera.

Datatech er eina fyrirtækið á Íslandi sem sérhæfir sig í gagnabjörgun og hefur verið starfandi í faginu síðan 2012 og býr yfir sérhæfðum tæknibúnaði og þekkingu til að klára málin hérlendis.

Sérfræðingar okkar hafa yfir 20 ára starfsreynslu í úrlausn flókinna gagnabjörgunarverkefna og eru með vottanir frá AceLab. Veldu trausta aðila með þekkingu og raunverulega reynslu í faginu til þess að endurheimta gögnin þín.

Við björgum gögnum úr

NAND flash minni bilanir
Stýringar (controller) bilanir
Firmware vandamál
Dulkóðuð gögn (BitLocker, FileVault)
TRIM og wear leveling vandamál
Innbyggð dulkóðun (onboard encryption)
20+
Ára reynsla
91%
Árangur
2012
Stofnað
Acelab
Vottað

Tapaðir þú gögnum af SSD disk?

Stofnaðu þjónustubeiðni og komdu búnaðinum til okkar, þó þér hafi verið sagt annarstaðar að ekkert væri hægt að gera til að bjarga gögnunum þínum. Við erum sérfræðingar í gagnabjörgun og búum yfir sérþekkingu í faginu og notum sérhæfðan gagnabjörgunarbúnað frá Acelab, DeepSpar og HddSurgery til að tryggja hámarks árangur.

Neyðartilfelli?

Við bjóðum upp á hrað- og neyðarþjónustu þegar mikið liggur á!

Hraðþjónusta í boði, verkefni er hafið næsta virka dag.
Neyðarþjónusta í boði, verkefni hafið samdægurs ef komið er fyrir hádegi.