Gagnabjörgun af minniskortum
Við getum bjargað gögnum af biluðum eða dauðum SD, SDHC, SDXC , Micro SD, Micro SDHC, xD, og compact flash minniskortum/myndavélakortum. Einnig eftir að búið er að formata kortið óvart eða eyða gögnunum.
Við björgum af öllum helstu gerðum minniskorta
Algeng notkunartilvik
Minniskort eru oft notuð til að geyma ómetanlegar minningar og mikilvæg gögn. Við höfum hjálpað mörgum að bjarga:
Við björgum gögnum af
Mikilvægt að vita
Ef minniskortið þitt virkar ekki eða þú hefur eytt gögnum óvart, hættu strax að nota kortið. Alls ekki skrifa ný gögn á það eða taka nýjar myndir þar sem það getur yfirskrifað gögnin sem þú vilt bjarga.
Datatech er eina fyrirtækið á Íslandi sem sérhæfir sig í gagnabjörgun og hefur verið starfandi í faginu síðan 2012 og býr yfir sérhæfðum tæknibúnaði og þekkingu til að klára málin hérlendis.
Tapaðir þú myndum eða gögnum af minniskortinu?
Stofnaðu þjónustubeiðni og komdu búnaðinum til okkar, þó þér hafi verið sagt annarstaðar að ekkert væri hægt að gera til að bjarga gögnunum þínum. Við erum sérfræðingar í gagnabjörgun og búum yfir sérþekkingu í faginu og notum sérhæfðan gagnabjörgunarbúnað frá Acelab, DeepSpar og HddSurgery til að tryggja hámarks árangur.