Gagnabjörgun af hörðum diskum

Við björgum gögnum af öllum gerðum harðra diska, óháð stýrikerfi. Gagnabjörgunarverkefnum höfum við skipt upp í þrjá flokka eftir því hversu mikið þarf að gera til þess að bjarga gögnum.

Við notum faglegan búnað og eigum samstarf við leiðandi framleiðendur

PC-3000 logo
Seagate logo
Western Digital logo
DeepSpar logo
PC-3000 logo
Seagate logo
Western Digital logo
DeepSpar logo

Afhverju að velja sérfræðinga í gagnabjörgun?

Datatech er eina fyrirtækið á Íslandi sem sérhæfir sig í gagnabjörgun og hefur verið starfandi í faginu síðan árið 2012 og býr yfir sérhæfðum tæknibúnaði og þekkingu til að klára málin hérlendis.

Sérfræðingar okkar hafa yfir 22 ára starfsreynslu í úrlausn flókinna gagnabjörgunarverkefna. Þeir hafa hlotið þjálfun hjá alþjóðlegum leiðtogum í gagnabjörgun eins og Acelab og eru með virkar vottanir frá þeim.

Veldu trausta aðila með þekkingu og raunverulega reynslu í faginu til þess að endurheimta gögnin þín. Varast skal að fara með harða diska í gagnabjörgun hjá venjulegum tölvuverkstæðum þar sem engin sérþekking er til staðar. Við höfum margsinnis fengið verkefni sem hafa farið annað fyrst og búið er að útiloka alla möguleika á gagnabjörgun með röngum aðgerðum eða tilraunastarfsemi.

22+
Ára reynsla
91%
Árangur
2012
Stofnað
Acelab
Vottað

Fyrstu aðgerðir skipta öllu máli

Þegar þú lendir í því óhappi að ná ekki sambandi við harða diskinn þinn og gögnin eru í hættu, þá er mikilvægt að leita strax til fagaðila og ekki láta venjuleg tölvuverkstæði reyna gagnabjörgun fyrst, þar sem þau eru hvorki með réttu tækin eða tæknilega þekkingu til að ná árangri.

Við höfum fengið mörg verkefni til okkar sem hafa farið fyrst til venjulegra tölvuverkstæða þar sem tilraunastarfsemi þeirra hefur gert illt verra og í jaðartilvikum gert gagnabjörgun ómögulega.

Við björgum gögnum úr

  • Vélrænar bilanir (leshaus, mótor, plötur)
  • Rafrænar bilanir (PCB, firmware)
  • Skemmdir á yfirborði platna
  • Skemmdir sektorar og SMART villur
  • Óviljandi formatting eða eyðing
  • Vatnsskemmdir og brunaskemmdir

Algeng einkenni

  • Diskur snýst ekki
  • Smellir eða klikks í disknum
  • Diskur finnst ekki í stýrikerfi
  • Mjög hægur diskur
  • BIOS/UEFI þekkir ekki diskinn
  • Skemmdar skrár eða möppur

Verðflokkar gagnabjörgunar

Verð á gagnabjörgun fer eftir gagnamagni, tegund disks, varahlutaverðum og eftir því hverskonar bilun er um að ræða og hvaða aðferð þarf að beita.

Flokkur 1
Einföld

Rökvænar villur, eytt gögn, formatting

Flokkur 2
Miðlungs

Firmware villur, rafrænar bilanir

Flokkur 3
Flókin

Vélrænar bilanir, plötuyfirborðsskemmdir

Tapaðir þú gögnum af harða disknum?

Stofnaðu þjónustubeiðni og komdu búnaðinum til okkar, þó þér hafi verið sagt annarstaðar að ekkert væri hægt að gera til að bjarga gögnunum þínum. Við erum sérfræðingar í gagnabjörgun og búum yfir sérþekkingu í faginu og notum sérhæfðan gagnabjörgunarbúnað frá Acelab, DeepSpar og HddSurgery til að tryggja hámarks árangur.

Neyðartilfelli?

Við bjóðum upp á hrað- og neyðarþjónustu þegar mikið liggur á!

Hraðþjónusta í boði, verkefni er hafið næsta virka dag.
Neyðarþjónusta í boði, verkefni hafið samdægurs ef komið er fyrir hádegi.